Fréttir
Almanak 2011 er komið út
Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags er aðgengileg handbók um íslensk málefni. Í almanakinu sjálfu er m.a. að finna dagatal með upplýsingum um gang himintungla, messur kirkjuársins, sjávarföll, hnattstöðu Íslands o. fl. Í Árbók Íslands er fróðleikur um árferði, atvinnuvegi, stjórnmál, úrslit Íslandsmóta, náttúruhamfarir, slys, mannalát, verklegar framkvæmdir, vísitölur, verðlag o. s. frv. Fjöldi mynda er í ritinu.
Hið íslenska þjóðvinafélag gefur út en Sögufélag sér um dreifingu. Útgáfuár: 2010. Almanak hins íslenska þjóðvinafélagsins 2011.
Höfundar: Gunnlaugur Björnsson, Heimir Þorleifsson, Þorsteinn Sæmundsson.