Almanak

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Árlega gefur Hið íslenska þjóðvinafélag út Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags fyrir næsta ár ásamt Árbók Íslands um árið fyrir útgáfuárið.

Nýjasta Almanakið er fyrir árið 2017, dr. Þorsteinn Sæmundsson og dr. Gunnlaugur Björnsson á Raunvísindastofnun Háskólans umsjón með útgáfunni. Dr. Jón Árni Friðjónsson sagnfræðingur tók saman Árbók Íslands 2015.

Almanak 2017

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags kom fyrst út árið 1875 og hefur verið gefið út árlega síðan. Almanakið var sett saman af Íslandsalmanaki háskólans í Kaupmannahöfn og ýmsu öðru efni til gagns og fróðleiks fyrir alþýðu manna. Árið 1923 færðist útgáfa og útreikningar Íslandsalmanaksins frá Kaupmannahöfn til Íslands og hefur svo verið síðan. Dr. Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur hefur séð um útreikninga almanaksins frá 1964, fyrst með Trausta Einarssyni prófessor, en einn síns liðs frá 1969. Frá árinu 2010 hefur dr. Gunnlaugur Björnsson verið samstarfsmaður Þorsteins við útgáfu almanaksins.  Strax í fyrsta árgangi var Árbók Íslands prentuð en hún hefur birst árlega síðan. Dr. Jón Árni Friðjónsson sagnfræðingur  er núverandi ritstjóri Árbókarinnar.

Sjá nánar grein Þorgerðar Sigurgeirsdóttur um Íslandsalmanakið og Almanak Þjóðvinafélagsins og efnisyfirlit almanaka Háskóla Íslands og Þjóðvinafélagsins á vef Almanaks Háskóla Íslands .

Hér að neðan er mynd af titilsíðu fyrsta Almanaksins 1875.

Forsíða Almanaksins 1875

Efnisyfirlit fyrsta heftis Almanaksins er svohljóðandi:

 • Almanak um árið 1875
 • Íslands árbók 1873
 • Sólmerkin
 • Stjarna heiti norræn
 • Verðaurar og penínga reikningur
 • Brakúnar
 • Tafla yfir verð á fiski o.fl. (Skp. frá 10 til 30 rd)
 • Gátuvísur
 • Dulmæla vísur
 • Lagavísa Páls Vídalíns
 • Ráð til að lífga drukknaða
 • Ráð til að lífga helfreðna
 • Um að gjöra mjöl úr kartöplum
 • Reglur til góðrar fiskiverkunar