Fréttir

Andvari 2016 kominn út

Andvari 2016Andvari 2016 er kominn út. Aðalgreinin er æviágrip Ólafs Björnssonar, prófessors og alþingismanns, eftir Hannes Hólmstein Gissurarson. Ólafur var lengi prófessor við viðskiptadeild Háskóla Íslands og einn fremsti hagfræðingur sinnar samtíðar í landinu. Hann var einnig áhrifamikill í stjórnmálum um skeið.  Lesa meira
Styttur af Ingibjörgu H. Bjarnason og Jóni Sigurðssyni

Nýr vefur Hins íslenska þjóðvinafélags á sumardaginn fyrsta

Vefur Hins íslenska þjóðvinafélags hefur fengið nýtt útlit og er formlega tekinn í notkun í dag, 21. apríl 2016, á sumardaginn fyrsta. Í dag er einnig haldin Hátíð Jóns Sigurðssonar í Jónshúsi í Kaupmannahöfn en Jón Sigurðsson var fyrsti forseti Hins íslenska þjóðvinafélags.

Lesa meira
Andvari 2015

Andvari 2015 kominn út

Andvari, rit Hins íslenska þjóðvinafélags, er kominn út. Aðalgrein  Andvara að þessu sinni er æviþáttur um Rannveigu Þorsteinsdóttur, alþingismann og lögfræðing, eftir Sigrúnu Magnúsdóttur umhverfisráðherra. 

Lesa meira
Andvari 2014

Andvari 2014 kominn út

Andvari, rit Hins íslenska þjóðvinafélags, er kominn út. Aðalgrein ritsins að þessu sinni er æviágrip Lúðvíks Jósepssonar, alþingismanns og ráðherra, eftir Svavar Gestsson.

Lesa meira

Aðalfundur Hins íslenska þjóðvinafélags 2014

Aðalfundur Hins íslenska þjóðvinafélags var haldinn í Alþingishúsinu, fundarsal Alþingis, fimmtudaginn 9. október 2014. Guðrún Kvaran, prófessor emeritus, var kosin forseti, fyrst kvenna í sögu félagsins

Lesa meira

Andvari 2013 kominn út

Andvari, rit Hins íslenska þjóðvinafélags, er kominn út. Þetta er 138. árgangur ritsins, hinn fimmtugasti og fimmti í nýjum flokki.

Aðalgreinin í ár er æviágrip Vilhjálms Þór eftir Jón Sigurðsson  rekstrarhagfræðing.

Lesa meira

Andvari 2012 kominn út

Andvari, rit Hins íslenska þjóðvinafélags, er kominn út. Þetta er 137. árgangur ritsins, hinn fimmtugasti og fjórði í nýjum flokki. Í aðalgrein Andvara er að þessu sinni fjallað um Róbert Abraham Ottósson, tónlistarmann og fræðimann,  og ritar Árni Heimir Ingólfsson æviágrip hans.

Lesa meira

Aðalfundur Hins íslenska þjóðvinafélags 2011

Aðalfundur Hins íslenska þjóðvinafélags var haldinn í Alþingishúsinu, fundarsal Alþingis, miðvikudaginn 7. desember 2011. Fundardaginn bar upp á dánardag Jóns Sigurðssonar forseta.

Lesa meira

Almanak 2012 er komið út

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags um árið 2012, 138. árgangur, er komið út. Þorsteinn Sæmundsson Ph. D. og Gunnlaugur Björnsson hafa samið og reiknað almanakið. Almanakinu fylgir Árbók Íslands 2010 í samantekt Heimis Þorleifssonar.

Lesa meira

Andvari 2011 er kominn út

Andvari, rit Hins íslenska þjóðvinafélags, er nýkominn út. Þetta er seinna hefti 136. árgangs, hins fimmtugasta og þriðja í nýjum flokki. Aðalgrein hins nýja heftis er æviþáttur um Jakob Benediktsson orðabókarritstjóra eftir Guðrúnu Kvaran,

Lesa meira

Andvari um Jón Sigurðsson

Út er komið hefti af Andvara, riti Hins íslenska þjóðvinafélags, sem helgað er Jóni Sigurðssyni í tilefni af tveggja alda afmæli hans 17. júní. Jón var fyrsti forseti félagsins, frá 1871-79.

Lesa meira

Andvari 2010 er kominn út

Andvari, rit Hins íslenska þjóðvinafélags, er kominn út. Þetta er 135. árgangur, fimmtugasti og annar í nýjum flokki. Aðalgreinin í ár er ævíágrip Björns Ólafssonar, ráðherra, stórkaupmanns og iðnrekanda, eftir Hannes Hólmstein Gissurarson. 

Lesa meira

Almanak 2011 er komið út

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags er aðgengileg handbók um íslensk málefni. Höfundar: Gunnlaugur Björnsson, Heimir Þorleifsson, Þorsteinn Sæmundsson.

Lesa meira

Almanak 2010 er komið út

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags um árið 2010, 136. árgangur, er komið út. Þorsteinn Sæmundsson Ph. D. hefur samið og reiknað almanakið. 

Almanakinu fylgir Árbók Íslands 2008 í samantekt Heimis Þorleifssonar.

 

Lesa meira

Andvari 2009 er kominn út

Andvari, rit Hins íslenska þjóðvinafélags, er kominn út. Þetta er 134. árgangur, fimmtugasti og fyrsti í nýjum flokki. Aðalgreinin í ár er ævíágrip Gylfa Þ. Gíslasonar ráðherra eftir Sigurð E. Guðmundsson.

Lesa meira

Almanak 2009 er komið út

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags fyrir árið 2009, 135. árgangur, er komið út. Umsjónarmaður Almanaksins er Jóhannes Halldórsson.  Almanakinu fylgir Árbók Íslands 2007 í samantekt Heimis Þorleifssonar.

Lesa meira

Andvari 2008 er kominn út

Andvari, rit Hins íslenska þjóðvinafélags, er kominn út. Þetta er 133. árgangur, hinn fimmtugasti í nýjum flokki. Aðalgreinin í ár er æviágrip Bjarna Bjarnasonar skólastjóra á Laugarvatni (1889–
1970) eftir Kristin Kristmundsson fyrrverandi skólameistara.

Lesa meira

Almanak 2008 er komið út

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags fyrir árið 2008, 134. árgangur, er komið út. Í almanakinu sjálfu er m.a. að finna dagatal með upplýsingum um gang himintungla, messur kirkjuársins, sjávarföll, hnattstöðu Íslands o.fl. Almanakinu fylgir Árbók Íslands 2006.

Lesa meira

Andvari 2007 er kominn út

Andvari, rit Hins íslenska þjóðvinafélags, er kominn út. Þetta er 132. árgangur, hinn 49. í nýjum flokki. Aðalgreinin í ár er æviágrip Katrínar Thoroddsen, læknis og alþingismanns, eftir Kristínu Ástgeirsdóttur sagnfræðing.

Lesa meira

Almanak 2007 er komið út

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags fyrir árið 2007 er komið út. Þetta er 133. árgangur sem gefinn er út í 1700 eintökum. Almanakinu fylgir Árbók Íslands 2005.

Lesa meira