Almanak 2012 er komið út

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags um árið 2012, 138. árgangur, er komið út. Þorsteinn Sæmundsson Ph. D. og Gunnlaugur Björnsson hafa samið og reiknað almanakið. Í því er m.a. að finna dagatal með upplýsingum um gang himintungla, messur kirkjuársins, sjávarföll, hnattstöðu Íslands o.fl. Almanakinu fylgir Árbók Íslands 2010 í samantekt Heimis Þorleifssonar. Í Árbók Íslands er fróðleikur um árferði, atvinnuvegi, stjórnmál, úrslit Íslandsmóta, náttúruhamfarir, slys, mannalát, verklegar framkvæmdir, vísitölur, verðlag o.s. frv. Í ritinu er fjöldi mynda.

Almanak 2012 er 208 bls, dreifingu annast Sögufélag, Fischersundi 3 og prentun fór fram í Prentsmiðjunni Odda hf. ISSN: 1670-2247.