Fréttir

25.11.2011

Almanak 2012 er komið út

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags um árið 2012, 138. árgangur, er komið út. Þorsteinn Sæmundsson Ph. D. og Gunnlaugur Björnsson hafa samið og reiknað almanakið. Í því er m.a. að finna dagatal með upplýsingum um gang himintungla, messur kirkjuársins, sjávarföll, hnattstöðu Íslands o.fl. Almanakinu fylgir Árbók Íslands 2010 í samantekt Heimis Þorleifssonar. Í Árbók Íslands er fróðleikur um árferði, atvinnuvegi, stjórnmál, úrslit Íslandsmóta, náttúruhamfarir, slys, mannalát, verklegar framkvæmdir, vísitölur, verðlag o.s. frv. Í ritinu er fjöldi mynda.

Almanak 2012 er 208 bls, dreifingu annast Sögufélag, Fischersundi 3 og prentun fór fram í Prentsmiðjunni Odda hf. ISSN: 1670-2247.