• Forsíða almanaks Þjóðvinafélagsins 2024

Almanak 2024 komið út

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags 2024 ásamt árbók 2022 er komið út. Um nokkur tímamót er að ræða en þetta er 150. skiptið sem ritið er gefið út.

Auk dagatals flytur almanakið margvíslegar upplýsingar, svo sem um sjávarföll og gang himintungla. Lýst er helstu fyrirbærum á himni sem frá Íslandi sjást, stjörnukort, áttavitastefnur á Íslandi og kort sem sýnir helstu tímabelti heimsins. Yfirlit um hnetti, mælieiningar, veðurfar o.fl. Af nýju efni er m.a. grein um stjörnuna Betelgás. Að vanda fylgir árbók og er þar fjallað um helstu atburði ársins 2022, t.d. í stjórnmálum, árferði, bókmenntum og landbúnaði. Arnór Gunnar Gunnarsson er ritstjóri árbókarinnar en dr. Gunnlaugur Björnsson sá um gerð almanaksins.