• Andvari2019

Andvari 2019

Aðalgrein Andvara 2019 fjallar um séra Pétur Sigurgeirsson biskup. Höfundur hennar er Hjalti Hugason prófessor.

Aðrar greinar fjalla um þessi efni: Jón Árnason þjóðsagnasafnara, fyrirmynd hjóna í Páls sögu Ólafs Jóhanns Sigurðssonar, austurríska rithöfundinn Stefan Zweig, Uppsala Eddu, teikningu í handriti og áhrifamátt hennar, og atriði í sögulokum Sjálfstæðs fólks eftir Halldór Laxness.

Ritstjóri Andvara hefur verið Gunnar Stefánsson og er þetta 35. og síðasti árgangur sem hann ritstýrir. Þetta er 144. árgangur, hinn 61. í nýjum flokki og er ritið 170 blaðsíður. Aðsetur ritsins er hjá Háskólaútgáfunni í aðalbyggingu Háskóla Íslands.